Um okkur

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs samanstendur af frábærum konum sem leggja nefndinni lið gegnum sjálfboðavinnu. Konurnar eru einnig meðlimir í Félagi kvenna í Kópavogi eða kvenfélaginu Freyja sem eru bæði undir Kvenfélagasambandi Kópavogs og því aðili að Kvenfélagasambandi Íslands og Norræna kvennasambandinu NKF og ACWW sem er Alþjóðasamband dreifbýliskvenna.

Núverandi stjórn Mæðrastyrksnefndar Kópavogs er þannig skipuð:

  • Anna Kristinsdóttir, formaður
  • Sigríður Elín, varaformaður
  • Guðrún Tómasdóttir, ritari
  • Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, gjaldkeri