LÖG MÆÐRASTYRKSNEFNDAR KÓPAVOGS
1.gr.
Nefndin heitir “Mæðrastyrksnefnd Kópavogs”, heimili hennar og varnarþing er í Kópavogi.
2.gr.
Mæðrastyrksnefnd er stofnuð af Kvenfélagasambandi Kópavogs og starfar innan vébanda þess.
3.gr.
Mæðrastyrksnefnd er valin til þriggja ára á aðalfundi K.S.K. samkvæmt tilnefningu aðildarfélaganna. Hvert félag tilnefnir þrjár konur, eina í aðalstjórn og tvo fulltrúa til aðstoðar aðalstjórn nefndarinnar. Heimilt er að endurkjósa.
4.gr
Mæðrastyrksnefnd starfar sjálfstætt. Nefndin skiptir með sér verkum. Formaður boðar til funda og er málsvari nefndarinnar út á við. Ritari ritar fundargerðir og annast auglýsingar.
Gjaldkeri móttekur innkomið fé og greiðir reikninga nefndarinnar. Nefndin er ólaunuð, en sjóðurinn greiðir beinan kostnað er af störfum hennar leiðir. Varaformaður leysir formann af í forföllum.
5.gr.
Tilgangur nefndarinnar er líknarstarfsemi. Hyggst nefndin eins og nafnið bendir til styrkja bágstaddar mæður og aðra sem á hjálp þurfa að halda eftir því sem ástæður nefndarinnar leyfa.
Nefndin er bundin þagnarskyldu.
6.gr.
Nefndin sér um fjáröflun t.d. með merkjasölu á mæðradaginn. Hún sér einnig um matar-og fatasöfnun og útdeilingu. Nefndin veitir móttöku áheitum og minningargjöfum. Nefndin getur leitað eftir aðstoð til stjórnar K.S.K. og aðildarfélaga þess.
7. gr.
Þegar hjálparbeiðni berst skal leitast við að kynna sér aðstæður hjálparþega og leysa úr vanda hans eins fljótt og auðið er.
Formaður boðar til fundar þegar þurfa þykir og gjaldkeri gerir nefndinni grein fyrir stöðu fjármála.
8. gr.
Starfsár nefndarinnar og reikningsár er almanaksárið. Reikningar hennar skulu lagðir fram á aðalfundi K.S.K. settir upp af löggiltum endurskoðanda, viðurkenndum bókara og eða öðrum fagaðila og skulu þeir vera tilbúnir fyrir skoðunarmann reikninga eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund. Ennfremur gefur formaður skýrslu á aðalfundinum um starfsemi nefndarinnar.
9.gr.
Verði sett skipulagsskrá fyrir sjóði mæðrastyrksnefndar, skal leita staðfestingar dómsmálaráðuneytisins á henni.
10.gr.
Aðalfundur K.S.K. tekur ákvörðun um breytingar á starfi eða starfslokum mæðrastyrksnefndar og ráðstöfun eigna hennar.
11.gr.
Lög þesi öðlast þegar gildi.
10. apríl 1999.